Vörulýsing
Fjallapeysan okkar er löngu orðin ein þekktasta og vinsælasta peysan okkar, enda mjúk og þægileg úr 100% hágæða alpaca ull. Hún er innblásin af hefðbundnu íslensku lopapeysunni. Það sem gerir þessa hönnun einstaka er fjallamynstrið sem minnir á íslensku fjallgarðana. Peysan er hneppt með fallegum viðartölum.
Umhverfisvæn íslensk hönnun.
Afhendingarmátar
Frí heimsending er á öllum pöntunum yfir 20.000 kr. Senda á pósthús 1290 kr. Heimsending 1840 kr. Sækja í verslun í Ólafsvík 0 kr. Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur verið móttekin. Varan er send til viðskiptavinar með Íslandspósti og fær hann tölvupóst með sendingarnúmeri og helstu upplýsingum um leið og varan er skráð á pósthúsinu.
Um Útgerðin Ólafsvík
Útgerðin er ný verslun sem selur íslenska hönnun í bland við sælkeravörur og aðrar sérvaldar hönnunarvörur í gamla Pakkhúsinu í hjarta Ólafsvíkur.