Vörulýsing
Djúphreinsandi andlitsfroða með villtum íslenskum vallhumli. Tilvalið fyrir unga og feita húð.
fersk white hreinsar vel óhreinindi og fitu. Hressandi létt hreinsifroða sem lokar svitaholum og gerir húðina slétta og mjúka. fersk white inniheldur handtíndan villtan vallhumal frá Suðurlandi sem róar og nærir húðina og gefur henni hreint og ferskt útlit.
200 ml.
Vegan
Notkun
Berið fersk white andlitsfroðu á þurra húð og notið fingurgómana til að bera froðuna varlega á andlit og háls. Nuddið í hringi frá miðju andlitsins og út til hliða. Forðist að kremið berist í augu. Hreinsið með volgu vatni. Bestur árangur næst ef húðin er hreinsuð kvölds og morgna og síðan endurnærð með nærð róandi andlitsvatni og að lokum er andlitskremið eyGLÓ borið á húðina. Hentar öllum húðgerðum.
Fyrir feita og blandaða húð.
Afhendingarmátar
Frí heimsending er á öllum pöntunum yfir 20.000 kr. Senda á pósthús 1290 kr. Heimsending 1840 kr. Sækja í verslun í Ólafsvík 0 kr. Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur verið móttekin. Varan er send til viðskiptavinar með Íslandspósti og fær hann tölvupóst með sendingarnúmeri og helstu upplýsingum um leið og varan er skráð á pósthúsinu.
Um Útgerðin Ólafsvík
Útgerðin er ný verslun sem selur íslenska hönnun í bland við sælkeravörur og aðrar sérvaldar hönnunarvörur í gamla Pakkhúsinu í hjarta Ólafsvíkur.