Vörulýsing
Fíngerð peysa með þremur hnöppum á öxl sem gerð er úr blöndu af silkimjúkri baby alpaca ull (15%) og bómull (85%). Peysan er mjög létt og mjúk og hægt er að klæðast henni allan ársins hring. Fallegt prjónamynstur og auðvelt að taka í stærri stærð og nota sem kjól fyrst um sinn.
Sjálfbær íslensk hönnun sem vex með barninu.
Afhendingarmátar
Frí heimsending er á öllum pöntunum yfir 20.000 kr. Senda á pósthús 1290 kr. Heimsending 1840 kr. Sækja í verslun í Ólafsvík 0 kr. Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur verið móttekin. Varan er send til viðskiptavinar með Íslandspósti og fær hann tölvupóst með sendingarnúmeri og helstu upplýsingum um leið og varan er skráð á pósthúsinu.
Um Útgerðin Ólafsvík
Útgerðin er ný verslun sem selur íslenska hönnun í bland við sælkeravörur og aðrar sérvaldar hönnunarvörur í gamla Pakkhúsinu í hjarta Ólafsvíkur.