Unstable Unicorns | Mynto
Unstable Unicorns
Unstable Unicorns
Unstable Unicorns
Unstable Unicorns
Unstable Unicorns
Slide 1 of 4
  • Unstable Unicorns

1 / 4

Unstable Unicorns

5.950 kr.

Vörulýsing

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 8 leikmenn
Spilatími: 30-45 mín.
Hönnuður: Ramy Badie

Komdu þér upp her einhyrninga. Losaðu þig við vini þína. Einhyrningar eru vinir þínir núna.

Unstable Unicorns er kænskuspil um uppáhaldshluti allra: tortímingu og einhyrninga!

Lærið hve fallvölt vinátta ykkar er.

Þið byrjið spilið með einhyrningafolald í hesthúsinu. SVO SÆTT!

En ekki verða of hænd að því, því jafnvel einhyrningafolöldum er ekki óhætt í þessu spili. Það eru meira en 20 töfra-einhyrningar sem hægt er að safna, og hver þeirra er með einhvern kraft. Byggðu her einhyrninga eins hratt og þú getur, áður en einhver þinna svokölluðu vina eyðir þér. Leitaðu hefnda og verndaðu hesthúsin þín með töfrum! Hljómar einfalt? Rólegur, kúreki. Einhver gæti verið með hneggjandi spil sem þýðir aðeins eitt. KLIKKUN!

Fyrsti leikmaðurinn sem klárar einhyrningaherinn sinn mun fá titilinn Réttmætur Drottnari Allra Töfrahluta… að minnsta kosti fram að næsta spili.

Inniheldur 135 spil og reglubók.

https://youtu.be/5R3zXHdeUL4

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.