Topic | Mynto
Topic
Topic
Topic

+2

Topic
Topic
Slide 1 of 6
  • Topic

1 / 6

Topic

4.250 kr.

Vörulýsing

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 15-30 mín.
Höfundur: Luffy

Paraðu þemað og fjölda sérhljóða til að sigra.

Til að stilla spilinu upp, stokkar þú ákveðinn fjölda spila eftir fjölda leikmanna, og leggur þau svo á grúfu á miðju borðinu.

Umferðin hefst á að þú snýrð við einu spili og leggur við hliðina á bunkanum. Spilið sem er núna efst í bunkanum sýnir flokka í mismunandi litum, og spilið sem snúið var við sýnir tölu í einhverjum lit. Liturinn samsvarar einhverjum flokkanna sem segir hvaða þema á að nota í þessari umferð.

Núna eigið þið að keppast um að kalla fram orð sem passar við þemað og hefur sama fjölda sérhljóða og talan spilinu sem var verið að snúa við. Þegar allir nema einn hafa kallað orð sem passar, þá þarf sá leikmaður að taka spilið á borðinu, og svo byrjar ný umferð.

https://youtu.be/kOhtkqeuPFg

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.