Vörulýsing
Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 4-8 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Stórskemmtilegt teiknispil fyrir alla fjölskylduna. Telestrations er alveg eins og spilið Scrawl nema að Telestrations er með gormabók.
Hver leikmaður byrjar með því að teikna Telestrations orð sem ræðst af teningakasti. Tímaglasið stjórnar tímanum, en ekki ímyndunaraflinu! Þegar tíminn er kominn, þá rétta leikmenn teikninguna að næsta leikmanni sem þarf að giska á hvað teikningin á að vera. Og svo er haldið áfram.
Athugið að spilið er á ensku.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2015 Vuoden Peli Party Game of the Year - Sigurvegari
- 2013 Kinderspielexperten "8-to-13-year-olds" - Annað sæti
- 2013 Kinderspielexperten "8-to-13-year-olds" - Tilnefning
- 2012 Årets Spill Best Party Game - Sigurvegari
- 2011 Games Magazine Best New Party Game - Sigurvegari
- 2010 Origins Awards Best Family, Party or Childrens Game - Tilnefning
- 2010 Golden Geek Best Party Board Game - Sigurvegari
- 2010 Golden Geek Best Party Board Game - Tilnefning
Um Spilavinir
Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.