Svarti sauðurinn: Ferðaútgáfa | Mynto
Svarti sauðurinn: Ferðaútgáfa
Slide 1 of 1
  • Svarti sauðurinn: Ferðaútgáfa

Svarti sauðurinn: Ferðaútgáfa

4.250 kr.

Vörulýsing

Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 4-8 leikmenn
Hönnuðir: Jóhannes Helgason, Valþór Örn Sverrisson

Ferðaútgáfa af hinu vinsæla Svarta sauðurinn.

Svarti sauðurinn er stórhættulegt spil ætlað 18 ára og eldri. Með því að spila spilið er komist að því hver í hópnum er Svarti sauðurinn. Spilið mun reyna á fjölskyldubönd, styrk sambanda og vináttu allra þeirra sem taka þátt.

Það sigrar enginn Svarta sauðinn! Í leikslok mun koma í ljós hver úr hópnum er Svarti sauðurinn.

  • Hver í hópnum notar of mikinn rakspíra?
  • Hver er mest óviðeigandi?
  • Hver er verst/ur í að leggja?
  • Hvern viltu alls ekki hafa með þér á eyðieyju?
  • Hver er nískastur?
  • Með því að svara þessum spurningum og mörgum fleirum mun sannleikurinn koma í ljós, sannleikur sem ekki allir vilja heyra.

Spilið er ekki fyrir viðkvæma og ef einhver sambönd á milli þeirra sem spila eru ekki nægilega sterk gæti farið illa.

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.