Vörulýsing
Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 2-8 leikmenn
Spilatími: 20-60 mín.
Höfundur: Andy Breckman
Við hverfum öll að lokum… bara spurning um hversu eftirminnilegur dauðdaginn verður.
Fer sem fer og fer þá til fjandans! Eins og segir í lögmáli Murphy‘s ef eitthvað getur farið úrskeiðis, fer það sjálfsagt úrskeiðis. Skitnir atburðir geta alltaf átt sér stað. En hér er kjörið tækifæri til að setja þá í samhengi – bókstaflega! Leikmenn draga spil með skitnum atburðum og reyna að raða þeim eftir því hversu ömurlegir þeir eru. Sá fyrsti til að giska rétt á og safna 10 spilum sigrar.
Þema þessa nýjasta spils úr Shit Happens spilaseríunni er dauðinn og allar þær vandræðalegu, hlægilegu og pirrandi leiðir sem hægt að að segja skilið við þessa jarðnesku vist.
Hressandi og sprenghlægilegt spil fyrir 2-12 leikmenn, 18 ára og eldri. Hægt er að spila spilið sjálfstætt eða sem viðbót við önnur Shit Happens spil.
Um Spilavinir
Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.