Secret Hitler | Mynto
prod-img
prod-img
prod-img
prod-img
Slide 1 of 3
  • prod-img

1 / 3

Secret Hitler

8.950 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 5 til 10 leikmenn
Spilatími: 45 mín.
Höfundar: Mike Boxleiter, Tommy Maranges, Max Temkin

Secret Hitler er spil þar sem hver leikmaður er annað hvort fasisti eða frjálslyndur, og eitt ykkar er Hitler. Fasistarnir reynar að sá vantrausti og koma leiðtoga sínum að, á meðan hinir frjálslyndu reyna að finna Hitler og stöðva hann áður en það er um seinan. Frjálslyndir eru alltaf í meirihluta.

Í upphafi spilsins loka leikmenn augunum og fasistarnir fá að vita hver af öðrum. Hitler er með augun lokuð, en setur þumalinn í loft til að fasistarnir viti hver hann er. Þannig að fasistarnir vita hver er Hitler, en Hitler veit ekki hverjir eru fasistar, og hinir frjálslyndu vita ekki hver neinn er.

Umferðirnar fara þannig fram að leikmenn velja sér forseta og kanslara sem munu vinna saman til að leggja fram lög sem eru dregin úr stokki. Ef stjórnvöldin samþykkja fasísk lög, þá þurfa leikmenn að reyna að komast að því hvort þeir hafi verið sviknir eða séu einfaldlega óheppnir. Ef fasisminn kemst of langt fá stjórnvöld sérstök völd. Fasistarnir munu nota þau völd til að skapa óreiðu nema frjálslyndir geti bjargað þjóðinni frá stríði.

Markmið frjálslyndra er að koma á fimm frjálslyndum lögum eða taka Hitler af lífi. Markmið fasistanna er að koma á sex fasískum lögum eða kjósa Hitler sem kanslara þegar þrjú fasísk lög hafa gengið í gegn.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2016 Golden Geek Best Party Game - Tilnefning

 

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.