Peaky Blinders: Under New Management | Mynto
Peaky Blinders: Under New Management
Peaky Blinders: Under New Management
Peaky Blinders: Under New Management

+1

Peaky Blinders: Under New Management
Peaky Blinders: Under New Management
Slide 1 of 5
  • Peaky Blinders: Under New Management

1 / 5

Peaky Blinders: Under New Management

7.860 kr.

Vörulýsing

Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 60-120 mín.
Hönnuður: René Groen

Birmingham á öðrum áratug tuttugustu aldar, eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þú tekur að þér hlutverk í stríði gengjanna í borginni. Auktu áhrif þín, persónutöfra, styrk og gáfur til að sigra óvini þína og ná markmiðum þínum. En þú getur ekki gert þetta á eigin spýtur. Safnaðu að þér neti vina og þrjóta, fjárfestu í rommi, bílapörtum, vopnum eða kapphestum, og vertu tilbúin(n) að takast á við höfuðóvininn til að verða bófinn sem öllu ræður í Birmingham!

Peaky Blinders: Under New Management er kænsku- og markaðsspil og telst til þyngri spila. Spilið inniheldur fjölmarga íhluti, eins og leikborðið sjálft, trémerkla, spil og litlar styttur. Markmið spilsins ert að ná stjórn yfir ákveðnum hluta Englands með því að fjárfesta, veðja, og gera réttu hlutina á réttum tíma. Spilið leikur sér að jafnvæginu á milli heppni og kænsku, með vinnumanna-gangverki (e. worker placement), teningakasti, og umsýslu aðfanga (e. resource management).

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.