No thanks! | Mynto
prod-img
Slide 1 of 1
  • prod-img

No thanks!

3.650 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 3 til 7 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Thorsten Gimmler

No thanks! er spil sem er hannað til að vera jafn einfalt og það er skemmtilegt.

Reglurnar eru einfaldar. Þegar þú átt að gera, þá hefur þú um tvennt að velja:

  1. Spila út einni flís til að þurfa ekki að taka upp spilið, eða
  2. taka upp spilið (og allar flísar sem búið er að setja á það) og snúa við næsta spili.

Það er hins vegar ekki svo einfalt að velja því þú ert að reyna að fá lægri stig en hinir. Spilin í stokknum eru númeruð frá 3-35, og talan segir til um stigin sem spilið gefur. Í röð með tveimur eða fleiri spilum telur aðeins lægsta spilið — en níu spil eru tekin úr stokknum áður en spilið hefst, svo það gæti vantað spilið sem þú ert að reyna að fá. Hver flís er -1 stig, en það gæti verið þess virði að fórna henni til að þurfa ekki að taka þetta þarna spil.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2006 Golden Geek Best Light / Party Game - Tilnefning
  • 2006 As d'Or - Jeu de l'Année - Tilnefning
  • 2005 Tric Trac - Tilnefning
  • 2005 Spiel des Jahres - Meðmæli
  • 2005 Kinderspielexperten "8-to-13-year-olds" - Tilnefning
  • 2005 Fairplay À la carte - Annað sæti

https://youtu.be/hZfQEL9theo

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.