Modern Art | Mynto
prod-img
Slide 1 of 1
  • prod-img

Modern Art

6.850 kr.

7.005 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 3-5 leikmenn
Spilatími: 45 mín.
Höfundur: Reiner Knizia

Það getur verið góður bisness að kaupa og selja málverk. Fimm mismunandi listamenn hafa framleitt helling af málverkum, og það er hlutverk ykkar að vera bæði kaupandi og seljandi, og vonandi græða í báðum hlutverkum. Þið leggið fram listaverk af hendi í uppboðið í hverri umferð. Svo fáið þið pening ef einhver kaupir það, en annars þurfið þið að borga bankanum ef þið kaupið það sjálf. Eftir hverja umferð eru málverkin metin eftir fjölda verka af sömu tegund sem hafa selst. leikmaðurinn sem er með mestan pening eftir fjórar umferðir.

Hluti af þríleik Knizia um uppboð.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2009 Tric Trac  - Tilnefning
  • 2009 Årets Spill Best Family Game - Tilnefning
  • 2008 Vuoden Peli Adult Game of the Year - Sigurvegari
  • 2008 JoTa Best Game Released in Brazil - Sigurvegari
  • 2004 Japan Boardgame Prize Best Advanced Game  - Tilnefning
  • 1993 Spiel des Jahres - Meðmæli
  • 1993 Deutscher Spiele Preis Best Family/Adult Game - Sigurvegari

https://youtu.be/KT5y7A-xF0k

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.