Mascarade | Mynto
Mascarade
Mascarade
Mascarade
Slide 1 of 2
  • Mascarade

1 / 2

Mascarade

4.280 kr.

Vörulýsing

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 13 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Bruno Faidutti

Mascarade er blekkingarleikur fyrir allt að 13 leikmenn með földum hlutverkum. Spilið reynir virkilega á athyglisgáfuna en erfitt er að fylgjast með hvaða leikmaður hefur hvaða hlutverk. Markmiðið er að enda með sem mestan pening en í hverri umferð geta leikmenn virkjað hlutverk sitt, skipt um hlutverk við annan leikmann eða athugað hvaða hlutverk þeir hafa. Hægt er að segjast vera annar en maður er en þá er líka eins gott fyrir mann að aðrir leikmenn séu ekki með hlutina á hreinu.

Virkilega krefjandi og fyndið spil.

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.