Junior Scrabble (ísl.) | Mynto
Junior Scrabble (ísl.)
Slide 1 of 1
  • Junior Scrabble (ísl.)

Junior Scrabble (ísl.)

7.650 kr.

Vörulýsing

Aldur: 5 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 4 leikmenn
Spilatími: 20 mínútur

Spil sem kennir börnum að gera sér leik að orðum! Bæði að stafa orð eftir forskrift, og mynda orð eftir eigin minni og skilningi. Scrabble Junior inniheldur reglur sem henta sem henta tveimur mismunandi aldurshópum.

Einfaldari reglurnar kallast ‚Orð og myndir‘ og eru fyrir börn á aldrinum 5-8 ára. Þá er notuð sú hlið leikborðsins þar sem sjá má orð og viðeigandi myndskreytingar. Markmiðið er að stafa orðin á borðinu og í hvert sinn sem leikmaður klárar orð fær hann stigaskífu. Einnig geta myndskreytingarnar hjálpað barninu að skilja orðin.

Hinar reglurnar, ‚Litir og talning‘, eru einfölduð útgáfa af hefðbundnu Scrabble spili þar sem leikmenn, 7 ára og eldri, geta keppst um að mynda sjálfir eins mörg orð og þeir geta og reyna að raða þeim þannig að stafirnir lendi á rauðum eða bláum reit því þá fást bónusstig.

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.