Holi: Festival of Colors | Mynto
Holi: Festival of Colors
Holi: Festival of Colors
Holi: Festival of Colors

+3

Holi: Festival of Colors
Holi: Festival of Colors
Slide 1 of 7
  • Holi: Festival of Colors

1 / 7

Holi: Festival of Colors

8.320 kr.

Vörulýsing

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 20-40 mín.
Höfundur: Julio E. Nazario

Hvert vor fagnar fólk með því að dreifa lit og gleði í einni af litríkustu hátíðum Indlands. Ferðist um hátíðina og dreifið lituðu gulaal dufti yfir vini ykkar og áhorfendur. Miðið hærra og látið litinn falla af himnum ofan á eins mikið af fólki og þið getið. Því Holi er tími léttra hrekkja, og vinaleg keppni er einmitt það sem hátíðin kallar á…

Í Holi öðlast leikmenn hamingju með því að dreifa lit um borðin (hærri borð gefa fleiri stig), fá lit á sig frá öðrum, og safna sælgæti. Notið spilin ykkar af kænsku, klifrið upp á réttum tíma, og dreifið sem mestri hamingju!

Í spilinu eru þrjú megin-gangverk:

  • Svæðisstjórnun: Litadufts-merklar dreifast um leikborðið og á aðra leikmenn, og fylla það eftir munstrinu á þriggja-hæða borðinu. Leikmenn klifra upp og fórna stigum til að ná meiri stjórn á borðinu.
  • Púslþrautar-aðgerðir: Litaspil segja til um munstrið sem liturinn dreifist í, sem gefur leikmönnum færi á að velja munstrið sem hentar þeim best.
  • Mismunandi aðferð við stigagjöf: Hvert spil hefur mismunandi stigagjöf, sem eykur dýpt og endurspilanleika.

https://youtu.be/TNT6mWAMYkI

https://youtu.be/wh-No7XT3-I

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.