Gùgōng | Mynto
Gùgōng
Gùgōng
Gùgōng

+2

Gùgōng
Gùgōng
Slide 1 of 6
  • Gùgōng

1 / 6

Gùgōng

9.970 kr.

Vörulýsing

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 1 til 5 leikmenn
Spilatími: 60-90 mín.
Höfundur: Andreas Steding

Kína árið 1570. Landið er undir stjórn Longqing keisara í Ming ættinni. Faðir hans, Jiajing keisari, stjórnaði landinu í mörg ár. Þrátt fyrir að vera kostgæfinn maður, þá var hann líka þekktur fyrir grimmd og eiginhagsmunagæslu. Þeir sem settu sig upp á móti honum lifðu yfirleitt ekki löngu lífi. Á meðan hann ríkti var ákveðinn stöðugleiki í landinu, en sérviska hans skildi landið eftir í lélegu ástandi, rotið að innan af spillingu.

Á þessum tíma var bannað með lögum að þiggja mútur, en það var hefð að skiptast á gjöfum. Þannig skiptist fólk á gjöfum við embættismenn þar sem það gaf dýra gjöf, en þáði verðlitla gjöf á móti. Þessi sögulega hefð var notuð sem lykilgangverk í spilinu.

Leikmenn taka sér hlutverk valdamikilla kínverskra fjölskylda sem reyna að ná áhrifum og völdum með því að múta embættismönnum fyrir ákveðin verkefni, skiptast á gjöfum í fjóra daga. Leikmenn fá stig á þennan hátt, og flest stig sigra spilið. En gætið að þessu: Þið verðið að fá áheyrn keisarans. Ef það tekst ekki, þá er allt til einskins.

 

https://youtu.be/5G8DPxG0g0c

 

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.