Gloomhaven | Mynto
prod-img
prod-img
prod-img

+12

prod-img
prod-img
Slide 1 of 16
 • prod-img

1 / 16

Gloomhaven

23.560 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 1 til 4 leikmenn
Spilatími: 60-120 mín.
Höfundur: Isaac Childres

Gloomhaven er margverðlaunað spil með taktískum bardögum í langvarandi heimi með síbreytilegum tilgangi. Leikmenn taka að sér hlutverk ævintýramanna sem hver hefur sína hæfileika og ástæður til að flakka um þennan dimma heimshluta. Leikmenn munu þurfa að vinna saman af illri nauðsyn til að hreinsa út úr hættulegum dýflissum og gleymdum rústum. Í leiðinni munu þeir auka hæfileika sína með reynslu og ránsfeng, uppgötva nýja staði til að rannsaka og rupla, og auka við sístækkandi sögu sem er knúin af fyrri ákvörðunum þeirra.

Spilið er langvarandi með breytilegum heimi sem hentar best að spila á mörgum spilakvöldum. Eftir eina atburðarás þurfa leikmenn að ákveða hvað á að gera, sem mun hafa áhrif á framhald sögunnar, svolítið eins og „Þitt eigið ævintýri“. Ferðalagið gegnum atburðarás byggir á samvinnu þar sem leikmenn berjast við sjálfvirk skrímsli knúin af frumlegu kerfi sem stjórnar hver gerir hvenær og hvað leikmenn geta gert þegar þeir eiga leik.

Í hverri umferð spila leikmaður út tveimur spilum af hendi. Talan efst á spilinu segir til um röðina í umferðinni. Hvert spil er líka með topp- og botnkraft, og þegar leikmaður á að gera þarf að velja hvort eigi að nota topp- eða botnkraftinn á þessu spili eða hinu, og öfugt. Leikmenn þurfa að fara varlega því smám saman munu þau missa spil fyrir fullt og allt af hendi. Ef of langur tími fer í að hreinsa til í dýflissu, þá gætu spilin klárast og hópurinn neyðst til að flýja.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

 • 2018 SXSW Tabletop Game of the Year - Sigurvegari
 • 2018 Scelto dai Goblin - Sigurvegari
 • 2018 Origins Awards Origins Awards Game of the Year - Sigurvegari
 • 2018 Origins Awards Best Board Game - Sigurvegari
 • 2017 Meeples Choice - Tilnefning
 • 2017 International Gamers Award - General Strategy: Multi-player - Tilnefning
 • 2017 Golden Geek Most Innovative Board Game - Sigurvegari
 • 2017 Golden Geek Board Game of the Year - Sigurvegari
 • 2017 Golden Geek Best Thematic Board Game - Sigurvegari
 • 2017 Golden Geek Best Strategy Board Game - Sigurvegari
 • 2017 Golden Geek Best Solo Board Game - Sigurvegari
 • 2017 Golden Geek Best Cooperative Game - Sigurvegari
 • 2017 Golden Geek Best Board Game Artwork & Presentation - Tilnefning
 • 2017 Diana Jones Award for Excellence in Gaming - Tilnefning
 • 2017 Cardboard Republic Striker Laurel - Tilnefning
 • 2017 Best Science Fiction or Fantasy Board Game - Tilnefning

https://youtu.be/PFzNBEOGuEQ

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.