Glasgow | Mynto
prod-img
Slide 1 of 1
  • prod-img

Glasgow

4.980 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Mandela Fernandez-Grandon

Í Glasgow eru leikmenn að ferðast um borgina til að safna afurðum, gera sérstakar aðgerðir og, mikilvægast af öllu, byggja byggingar. Ef þú smíðar verksmiðju, þá færðu fleiri afurðir frá henni þegar aðrar byggingar eru reistar á réttum svæðum; lestarstöð gæti gefið þér stig eftir því hvað annað þu byggir; minnismerki gefa þér einfaldlega stig — og að lokum eru það stigin sem skipta máli.

Nánar tiltekið, þá er spilinu stillt upp með því að raða bæjarflísunum handahófskennt í hring, en tvö eru tekin úr í hverju spili. Leikmaðurinn sem er aftar í hringnum á næsta leik, og færir peðið sitt að næsta bæ sem hann vill heimsækja. Flestir þeirra gefa þér afurðir — múrsteina, stál, eða pening — og það er hámark á fjölda afurða sem þú mátt hafa í einu.

Fyrsta byggingin er byggð einhvers staðar á borðinu, en byggingarnar sem á eftir koma verða að tengjast þeim sem fyrir eru, og smá saman munu þær fylla 4x4 borð hvors leikmanns. Strax og sextánda byggingin er reist lýkur spilinu og leikmenn fá stig fyrir byggingarnar sínar.

https://youtu.be/dapZ6_OJnSc

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.