Gathering of the wicket | Mynto
Gathering of the wicket
Gathering of the wicket
Gathering of the wicket
Slide 1 of 2
  • Gathering of the wicket

1 / 2

Gathering of the wicket

2.850 kr.

Vörulýsing

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 6-12 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundar: Philippe des Pallières, Hervé Marly, og Atelier Libellud

Ímyndið ykkur dimmt og drungalegt ríki, þar sem aðeins er kaos og eymd, og aðeins hin sönnu illmenni og kraftmestu óþokkarnir geta lifað af og þrifist. Í heimi þar sem allir eru vondir, hverjum getur þú treyst?

Í Gathering of the Wicked, sem er byggt á hinu vinsæla Werewolves of Miller's Hollow, takið þið ykkur hlutverk illmenna eins og Malificient, Hades og Kapteins Króks, sem hittast í hinu myrka ríki með skósveinum sínum. Þar berjast tvö lið um völdin, um nætur og á daginn. Á næturnar vakna þrjótarnir einn af öðrum og notar sinn hæfileika til að ná markmiðum sínum. Á daginn rökræðir hópurinn og reynir að afhjúpa svikarana á meðal þeirra — en þar sem enginn veit hver er í hvaða liði þá verður kúnstugt að treysta hver öðrum, og blekkingin verður besta leiðin til að ná völdum.

Þó að hvert hlutverk sem spilað er sé þekkt, þá hefur hver persóna leynilegt samband sem stjórnar markmiðinu þeirra, og gerir enn erfiðara að vita hverjum á að treysta.

https://youtu.be/G0xpQSh3WAI

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.