Fröschis | Mynto
Fröschis
Fröschis
Fröschis
Fröschis
Slide 1 of 3
  • Fröschis

1 / 3

Fröschis

2.850 kr.

Vörulýsing

Aldur: 5 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Haim Shafir

Í Fröschis reynir þú að koma þér upp röða af spilum, og að lokum að losna alveg við spilin úr röðinni.

Stokurinn samanstendur af númeruðum spilum frá 1-8, fjórum froskum og átta ruslaspilum. Til að byrja spilið fær hver leikmaður röð átta spila á grúfu fyrir framan sig.

Þegar þú átt leik, þá þarftu annað hvort að taka efsta spilið í bunkanum á miðju borðinu, eða efsta spilið í frákastinu, og skipta á því og spilinu sem er á sama stað í röðinni þinni (ás fer lengst til vinstri, svo númer 2 og svo númer 3 og svo framvegis). Froskur er jóker og gildir sem hvaða tala sem er. Spilið sem þú tekur upp má svo fara á sinn stað líka, og svo framvegis. Ef þú færð rusl eða spil sem þegar er búið að snúa við, þá er umferðin þín búin og næsti leikmaður til vinstri á að gera. Spilið þitt fer þá í frákastið.

Þegar einhver er með átta spil fyrir framan seig sem búið er að snúa við, þá hefur viðkomandi sigrað þá lotu. Þá eru öll spilin stokkur saman og gefið upp á nýtt, nema að leikmaðurinn sem vann fær einu færri spil fyrir framan sig. Þannig er haldið áfram þar til einhver á aðeins eitt spil eftir og tekst að losna við það með ás eða froski.

Þessu spili svipar sterklega til hins stórvinsæla Too Many Monkeys, og má hiklaust mæla með því í staðinn fyrir það.

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.