Fog of Love | Mynto
prod-img
prod-img
prod-img
Slide 1 of 2
  • prod-img

1 / 2

Fog of Love

9.850 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

Aldur: 17 ára og eldri
Fjöldi: 2 leikmenn
Spilatími: 60-120 mín.
Höfundur: Jacob Jaskov

Fog of Love er tveggja manna spil. Þið skapið og spilið tvær líflegar manneskjur sem hittast, verða ástfangnar og fara í gegnum allt sem þarf til að láta óvenjulegt sambandið ganga upp.

Að spila þetta spil er svolítið eins og að taka þátt í rómantískri gamanmynd: rússíbanareið um vandræðaleg augnablik, fullt af skemmtilegum uppákomum, og bunki af málamiðlunum.

Alveg eins og í raunverulegu sambandi, þá gætu markmið ykkar verið á ská. Þú gætir reynt að breyta þér, vera áfram óþreyjufull, eða jafnvel ákveða að brjóta hjörtu. Þú velur.

Hamingja að eilífu og eilífu er alls ekki örugg, en hvað sem þið gerið þá mun snúin rómantík vefja sig utan um ykkur, og þið endið með sögu fulla af óvæntum augnablikum – og öruggri skemmtun.

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.