FjarSvar um Harry Potter | Mynto
prod-img
Slide 1 of 1
  • prod-img

FjarSvar um Harry Potter

2.500 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

*** Miðasalan lokaði kl. 15:30 ***

Hversu mikið veist þú um Harry Potter? Nú er tækifærið til að komast að því.

Spilavinir halda FjarSvar (stundum kallað PubQuiz) í gegnum netið laugardaginn 21. nóvember kl. 17:00. Spurningar í keppninni verða bæði úr myndunum og bókunum.

Þátttökugjald eru litlar 2.500 kr. á lið. Verðlaunin eru: 1. sæti: 20.000 kr. vefgjafabréf í Spilavinum. 2. og 3. sæti: 5.000 kr. vefgjafabréf í Spilavinum.

Keppnin fer fram á Zoom og þurfa þátttakendur að vera búnir að setja upp forritið til þess að geta tekið þátt. Þeir sem greiða fyrir lið fá sendan hlekk að streyminu klukkan 16:00. „Svarblöð verða á Google Forms og verða birt þegar streymið hefst. Hvert lið má einungis skila inn einu svarblaði.

Streymið fer í loftið 16:50 og hefst keppnin stundvíslega kl. 17:00. Miðasalan lokar kl. 15:30.

Ef keppendur mæta seint til leiks eða eru ekki tilbúin á þessum tíma geta þau átt þá hættu að missa af fyrstu spurningunum. Þess vegna biðjum við öll um að vera undirbúin og koma stundvíslega inn.

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.