Escape the dark sector | Mynto
prod-img
prod-img
prod-img

+1

prod-img
prod-img
Slide 1 of 5
  • prod-img

1 / 5

Escape the dark sector

7.680 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 1 til 4 leikmenn
Spilatími: 20-60 mín.
Höfundur: Alex Crispin, Thomas Pike, James Shelton

Þetta er annað spilið í Escape the dark seríunni. Escape the dark sector er einfalt framtíðarævintýri sem fókuserar á andrúmsloft, sögu og samvinnu leikmanna. Það tekur minna en 5 mímnútur að stilla því upp, spilast á um 45 mínútum, og raðast af handahófi upp í hvert sinn svo engin tvö spil eru eins.

Leikmenn eru áhöfn skips sem búið er að gera upptækt; föst í varðhaldi í stórri geimstöð. Með hátæknibúnaði og -vopnum munu þau reyna að finna skipið sitt, sprengja sig út, og komast heim.

Í þeirri för munu þau lenda í alls kyns gildrum og glapstigum. Allt frá vélmennskum vörðum og gölluðum tvöföldurum, að morðóðum geimverum, allt er þetta myndskreytt með stórum fallegum spilum.

Á meðan þessi stóru spil eru sýnd eitt af öðru, tekur spilið á sig mynd sögu þar sem leikmenn taka ákvörðun um hvað skal gera í hverjum kafla áður en þeir nota teningana til að berjast, og að nota hluti tímanlega til að klára kaflana.

Markmiðið er að klára alla kaflana í stokknum, drepa stjórann í lokin og ná geimskipinu ykkar aftur. Til að sigra þurfa allir í áhöfninni að lifa af — ef eitthvert þeirra deyr, þá lýkur spilinu strax.

https://youtu.be/UN4tX9zXq-U

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.