Dominion 2nd Edition | Mynto
Dominion 2nd Edition
Dominion 2nd Edition
Dominion 2nd Edition
Slide 1 of 2
  • Dominion 2nd Edition

1 / 2

Dominion 2nd Edition

8.230 kr.

Vörulýsing

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 4 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Donald X. Vaccarino

Þetta gífurlega vinsæla spil hefur nú verið gefið út í nýrri, endurbættri útgáfu þar sem 6 spilum hefur verið skipt út, og því sjöunda bætt við. Reglunum hefur líka verið örlítið breytt, og nokkur spil hafa verið endurorðuð til að stilla virkni þeirra af.

Frábært spil sem hefur verið gert enn betra.

Í Dominion byrjar hver leikmaður með eins lítinn stokk. Á miðju borðinu er úrval spila sem leikmenn geta keypt, ef þeir eiga peninginn. Með klækjum byggir hver leikmaður stokkinn sinn með það að markmiði að geta keypt sem flest stig áður en spilinu lýkur.

Dominion er ekki safnkortaspil, þar sem þú þarft í sífellu að kaupa ný spil, en spilast á svipaðan hátt. Þú velur 10 af 26 spilum sem eru notuð í hverjum leik, sem gerir spilið ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt.

Dominion var valið spil ársins 2009.

https://www.youtube.com/watch?v=5AvdO9zNGfA

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.