Culinario Mortale: The Grand Hotel | Mynto
Culinario Mortale: The Grand Hotel
Culinario Mortale: The Grand Hotel
Culinario Mortale: The Grand Hotel

+1

Culinario Mortale: The Grand Hotel
Culinario Mortale: The Grand Hotel
Slide 1 of 5
  • Culinario Mortale: The Grand Hotel

1 / 5

Culinario Mortale: The Grand Hotel

4.350 kr.

Vörulýsing

Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 6-8 leikmenn
Spilatími: 120-240 mín.

Morðgáta fyrir 6-8 leikmenn.

New York, ágúst 1962. Allt fína og fallega fólkið er samankomið til að fagna opnun hins stórglæsilega Grand Hotel — upprennandi pólitískar stjörnur, metnaðarfullir iðnaðarmógúlar, og fallegar leikkonur. Eigandi hótelsins, einn ríkasti maður landsins varð enn þekktari þegar hann giftist hinni heimsfrægu leikkonu Dóra Galor.

Þegar veislan var vel komin í gang og fólk búið að drekka ríflega af fimm rétta seðlinum, tók kvöldið óvænta stefnu. Leikkonan unga og efnilega, Monique Moreau fannst látin í baðkarinu á svítunni sinni. Enginn trúir því að hún, sem var á leið með að verða næsta Dóra Galor, hafi tekið eigið líf.

Lögreglan var strax kölluð á staðinn, en það mun taka hana margar klukkustundir að rannsaka hótelið og finna öll sönnunargögnin. Þið hafið verið beðin um að bíða í anddyri hótelsins á meðan, og nýtið tímann til að reyna að leysa gátuna sjálf, spyrja spurninga eins og: Hvað annað gerðist um kvöldið? Hvernig gat kvöldið endað á svona sorglegan hátt?

Höfundar spilsins hafa tekið saman myndabanka til að koma ykkur í gírinn.

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.