Culinario Mortale: Murder Overboard | Mynto
Culinario Mortale: Murder Overboard
Culinario Mortale: Murder Overboard
Culinario Mortale: Murder Overboard

+1

Culinario Mortale: Murder Overboard
Culinario Mortale: Murder Overboard
Slide 1 of 5
  • Culinario Mortale: Murder Overboard

1 / 5

Culinario Mortale: Murder Overboard

4.350 kr.

Vörulýsing

Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 5-7 leikmenn
Spilatími: 120-240 mín.

Morðgáta fyrir 5-7 leikmenn

Það kom þér á óvart þegar Max bauð ykkur í siglingu á snekkjunni. Gamli vinahópurinn frá því í skólanum hafði ekki hist í tvö ár. Síðan þá hefur hópurinn gliðnað rólega í sundur og hver farið í sína áttina. Endurfundum fækkaði smám saman.

Max leigði lúxussnekkju með eigin skipstjóra og kokk, og seinnipart dags sigldi snekkjan af stað. Antonio, kokkurinn, bar fram dýrindis fimm-rétta máltíð um kvöldið. Kampavínstapparnir flugu og allir skáluðu fyrir fortíðinni. Hver og einn hafði sína sögu að segja.

En ferðin tók óvænta stefnum um nóttina. Þegar Max fór til rekkju um miðnættið var konan hans, Ella, horfin. Max lét alla vita og leit hófst um gervallt skipið. Fyrst hélt fólk að þetta væri einhver hrekkur, en þegar blóðið fannst uppi á dekki var augljóst að eitthvað slæmt hafði átt sér stað.

Steward skipstjóri er búinn að kalla til lögregluna og landhelgisgæsluna. En það er lítil von á að Ella finnist lifandi. Á meðan þið bíðið eftir löggæslunni, þá reynið þið að leysa gátuna sjálf. Hvað fleira kom fyrir um kvöldið? Hefur morð átt sér stað um borð?

Höfundar spilsins hafa tekið saman myndabanka til að koma ykkur í gírinn.

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.