Culinario Mortale: Expedition of Death | Mynto
Culinario Mortale: Expedition of Death
Culinario Mortale: Expedition of Death
Culinario Mortale: Expedition of Death

+1

Culinario Mortale: Expedition of Death
Culinario Mortale: Expedition of Death
Slide 1 of 5
  • Culinario Mortale: Expedition of Death

1 / 5

Culinario Mortale: Expedition of Death

4.350 kr.

Vörulýsing

Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 5-7 leikmenn
Spilatími: 120-240 mín.

Morðgáta fyrir 5-7 leikmenn.

Þið áttuð von á að leiðangurinn yrði kraftaverk fornleifafræðinnar. Síðustu tvo mánuði hafið þið leitað að síðasta fólkinu í Moche ættbálknum í regnskóginum í Perú.

Eftir að hafa fundið ótal litla vasa, verkfæri og aðra hluti, vissuð þið að þið voruð á réttri leið. Seinnipart sama dags funduð þið gröf hofgyðjanna. Þessi mikilvæga uppgötvun hefði verið enn ein varðan á akademískum vegi Mary Stonerock, yngsta fornleiofaprófessors Bretlands.

Mary ákvað að fagna með veislu og veitingum um kvöldið. Þið skálið fyrir sameiginlegum árangri og veltið fyrir ykkur hvað gröfin, sem átti að opna daginn eftir, myndi fela í sér. En skemmtuninni lauk á sorglegan hátt þegar lík Mary uppgötvast við innganginn í tjaldið hennar.

Leiðangursstjórinn Gustavo Navarro er búinn að kalla lögregluna til með talstöð. Það er von á þeim eftir nokkrar klukkustundir. Á meðan þið bíðið eftir lögreglunni, reynið þið að leysa gátuna. Hvað fleira gerðist í kvöld? Hvernig gat leiðangurinn endað á svona sorglegan hátt?

Höfundar spilsins hafa tekið saman myndabanka til að koma ykkur í gírinn.

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.