Culinario Mortale: Deadly Fame | Mynto
Culinario Mortale: Deadly Fame
Culinario Mortale: Deadly Fame
Culinario Mortale: Deadly Fame

+1

Culinario Mortale: Deadly Fame
Culinario Mortale: Deadly Fame
Slide 1 of 5
  • Culinario Mortale: Deadly Fame

1 / 5

Culinario Mortale: Deadly Fame

4.350 kr.

Vörulýsing

Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 5-8 leikmenn
Spilatími: 120-240 mín.

Morðgáta fyrir 5-8 leikmenn.

Velkomin í leikhúsið! Þið hafið öll unnið hörðum höndum að frumsýningu á þessi uppsetningu á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespear.

En ólukkan virðist vofa yfir sýningunni. Patrick var hafnað fyrir nokkrum vikum þegar hann bað Juliet að giftast sér. Með það í huga voru allir sem að sýningunni stóðu með hjartað í buxunum þegar þau tvö stigu saman á svið. Í upphafi virtist sýningin ætla að ganga vel. Klukkan átta um kvöldið risu tjöldin fyrir fullum sal af fólki. Leikritið tók þrjá tíma í sýningu, með hléi.

Þegar leikritið var að taka enda, reið ógæfan yfir: Juliet tók upp hnífinn baksviðs þar sem leikmunirnir voru geymdir. Á sviðinu stingur hún sig á dramatískan hátt, og áhorfendur heillast af stórkostlegum leik hennar. En þegar Patrick sá blóðið renna hrópaði hann eftir lækni, og áhorfendur áttuðu sig á að þau höfðu orðið vitni að hræðilegum atburði. Einhver hafði skipta á leikhúshnífnum og raunverulegum hníf.

Stuttu seinna kom sjúkrabíllinn, en það var ekkert hægt að gera og Juliet var úrskurðuð látin á staðnum. Spurningin er: Hvaða manneskja er ábyrg fyrir skelfilegum dauðdaga Juliet?

 

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.