Culinario Mortale: A Recipe for Death | Mynto
Culinario Mortale: A Recipe for Death
Culinario Mortale: A Recipe for Death
Culinario Mortale: A Recipe for Death

+1

Culinario Mortale: A Recipe for Death
Culinario Mortale: A Recipe for Death
Slide 1 of 5
  • Culinario Mortale: A Recipe for Death

1 / 5

Culinario Mortale: A Recipe for Death

4.350 kr.

Vörulýsing

Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 5-7 leikmenn
Spilatími: 120-240 mín.

Morðgáta fyrir 5-7 leikmenn.

Það var gamlárskvöld og snjóinn kyngdi niður á lúxusveitingastaðinn McGregor sem var í glæsilegu húsi á fjallstoppi fyrir ofan miðaldaþorpið Kenlaig á hálendi Skotlands. Matreiðslumeistarinn víðfrægi George McGregor var búinn að loka veitingastaðnum til að eiga skemmtilegt kvöld með fjölskyldu sinni og starfsmönnum. Hann var orðinn 63 ára og var búinn að segja að í kvöld ætlaði hann að kynna til sögunnar arftaka sinn. Allir biðu eftirvæntingarfullir eftir tilkynningunni.

Marcus og Henry, sem báðir kepptust um að vera arftaki George, elduðu magnaða 4ra rétta veislu og það var mikið borðað og mikið drukkið. Það kom öllum á óvart að tilkynningin kom ekki á meðan á matnum stóð, en á miðnætti var öllum boðið út í anddyrið með kampavínsglas í hendi. Á sama tíma og fyrstu flugeldarnir sprungu yfir þorpinu fyrir neðan, fannst George látinn fyrir framan veitingastaðinn — það leit út fyrir að einhver hafi hrint honum fram af svölunum.

Lögreglan var strax kölluð til, en vegna færðar eru nokkrar klukkustundir þar til hún kemur. Á meðan reynið þið hin að leysa gátuna. Hvað fleira gerðist í kvöld? Hvernig gat nýársgleðin endað á svona sorglegan hátt?

Höfundar spilsins hafa tekið saman myndabanka til að koma ykkur í gírinn.

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.