Coup | Mynto
Coup
Coup
Coup
Slide 1 of 2
  • Coup

1 / 2

Coup

3.150 kr.

Vörulýsing

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 6 leikmenn
Spilatími: 15 mín.
Höfundur: Rikki Tahta

Einfaldur en flottur blekkingarleikur sem inniheldur aðeins fá spjöld, nokkrar reglur en ótrúlega mikla spennu.

Hver leikmaður byrjar með tvö spil sem tákna annarsvegar hversu mörg líf hann hefur og hinsvegar hvaða hlutverk hann má nota af öryggi. Hlutverkin eru leynileg þannig að engin veit hvað hinir eru með. Þegar þú átt leik mátt þú gera eina aðgerð og vegna þess að enginn veit hvaða hlutverk þú hefur þá er þér velkomið að þykjast hafa hvaða hlutverk sem er til þess að fá að gera þá aðgerð.

Ef enginn hefur út á það að setja þá tókst þér kannski að stela pening frá einhverjum án þess að eiga hlutverkið fyrir því. Það er ekki nema einhver skori á þig að sýna hlutverkið sem málin vandast. Ef þú varst að blekkja og getur ekki sýnt hlutverkið þá missir þú eitt líf. Ef þú varst hinsvegar að segja satt og það var skorað á þig af ástæðulausu þá missir áskorandinn eitt líf.

Svona heldur leikurinn áfram þar til að aðeins einn leikmaður er eftirlifandi.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2013 Golden Geek Best Party Board Game - Tilnefning
  • 2013 Golden Geek Best Card Game - Tilnefning

https://youtu.be/9YySzHXa1mo

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.