Vörulýsing
Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 2-8 leikmenn
Spilatími: 15 mínútur
Hönnuður: Vlaada Chvátil
Stranglega bannað börnum!
Eruð þið tilbúin til að kafa ofan í myrkustu afkima huga ykkar? Codenames Undirheimar er eins og grunnspilið Codenames að því leyti að leikmenn skipta sér í lið og leika njósnameistara sem gefa vísbendingar og njósnara sem reyna að giska á rétt orð.
Munurinn er sá að Codenames: Undirheimar inniheldur dulnefni sem eru alls ekki við hæfi barna undir 18 ára aldri!
Vísbendingar njósnameistarans og hugmyndaflug njósnarana þurfa að leggjast á lægsta plan þar sem báðir aðilar geta skoðað undirheima huga sinna og samfélagsins.
Látið fúkyrði og villtar fantasíur fljúga og gefið ykkur lausan tauminn með Codenames: Undirheimar! Hentar 4-8 leikmönnum, 18 ára og eldri.
Um Spilavinir
Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.