Chai | Mynto
Chai
Chai
Chai
Slide 1 of 2
  • Chai

1 / 2

Chai

8.950 kr.

Vörulýsing

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 1-5 leikmenn
Spilatími: 20-60 mín.
Höfundar: Dan Kazmaier, Connie Kazmaier

Í Chai stígur þú í hlutverk tekaupmanns og blandar hráefnum til að búa til hina fullkomnu teblöndu. Hvort sem þú sérhæfir þig í rooibos, grænu, oolong, svörtu eða hvítu tei, þá munt þú kaupa og safna hráefnum til að uppfylla pantanir viðskiptavina þinna.

Í hverri umferð munt þú gera eitt af eftirtöldu:

Fara á markaðinn: Þú færð strax gullpening, velur bragðflís (minta, jasmín, sítróna, engifer, ber, og lofnarblóm), og bætir henni við teboxið þitt. Ef bragðflísin snertir flísar af sömu gerð, þá færðu þær flísar líka. Greiðsla (gull-, silfur-, og koparpeningar) er sett í pyngjuna miðað við dálkinn lengst til hægri miðað við flísarnar. Þú mátt ekki hafa fleiri en 12 bragðflísar í boxinu sínu í einu.

Veldu viðbótarefni: Viðbótaspil (mjólk, sykur, hunang, vanilla, og chai krydd) þurfa líka að vera til staðar til að klára flestar pantanir. Þú mátt framkvæma tvær aðgerðir á viðbótasvæðinu: velja öll viðbótaspil af sömu gerð (og ný spil dregin eftir hverja aðgerð), endurstilla sýnileg spil, eða draga spil úr bunkanum. Þú mátt ekki hafa fleiri en 6 viðbótaspil í boxinu þínu í einu.

Taka frá viðskiptavin: Þú mátt líka taka viðskiptavinarspil frá af borðinu, eða draga úr bunkanum. Ef þú dregur af borðinu, þá er nýtt spil strax sett í staðinn. Þú mátt ekki hafa fleiri en 3 ókláruð spil í boxinu þínu í einu.  Ef þú ert með fleiri en þrjú spil, þá þarftu að losa þig við spil sem fer á borðið með koparpening á sér.

Í lok hverrar umferðar máttu klára tepöntun frá einum viðskiptavini á hendi eða af borði. Grunnte, bragðflísar og viðbótaspil sem þarf eru sett í tóman tebolla. Þú snýrð við þjórfé og færð peningabónus, og færir hitamælinn upp um eitt stopp ef allir bollar eru fullir.

Spilinu lýkur þegar fimm umferðir af bollum eru kláraðar. Þegar lokapöntunin er gerð, þá mega aðrir leikmenn klára sína síðustu umferð svo allir hafi gert jafnoft.

Stig fást fyrir að uppfylla pantanir viðskiptavina, og með peningnum sem þú átt eftir. Í 3-5 manna spili bætast við stig fyrir að uppfylla flestar pantanir og fyrir fjölbreyttustu uppskriftirnar.

Leikmaðurinn með flest stig sigrar!

https://youtu.be/YD0UmhtYZFs

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.