Caverna: Cave vs. cave | Mynto
prod-img
Slide 1 of 1
  • prod-img

Caverna: Cave vs. cave

4.760 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 1-2 leikmenn
Spilatími: 20-40 mín.
Höfundur: Uwe Rosenberg

Í þessari sérstöku tveggja-manna útgáfu af Caverna byrjar hvor leikmaður með aðeins tvo dverga og litla holu í fjallinu. Yfir átta umferðir mun fjöldi dverga tvöfaldast, nýjar vistarverur í fjallinu opnast, nýjar byggingar verða smíðaðar og herbergi til að búa í, og svo þarf að grafa eftir dýrmætum málmum.

Nánar tiltekið, þá byrjar hver leikmaður með sitt eigið borð sem er fyllt handahófs-völdum bygginga- og herbergjaflísum á grúfu. Sumaer flísar snúa upp, og má kaupa þær frá upphafi. Fjórar aðgerðaflísar eru einnig í boði. Við upphaf hverrar umferðar er nýrri aðgerðarflís snúið við, og leikmenn skiptast á að velja sér aðgerðir, frá tveimur upp í fjórar. Við það að grafa út fjallið verða til fleiri aðgerðir sem hægt er að velja um; sum herbergi er hægt að nota strax og maður tekur þau, en önnur kalla á aðgerðarflís.

Eftir átta umferðir taka leikmenn saman stig fyrir byggingar sem byggðar voru, og gull sem safnað var, til að finna sigurvegara.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2017 International Gamers Award - General Strategy: Two-players - Tilnefning
  • 2017 Golden Geek Best 2-Player Board Game - Tilnefning

https://youtu.be/YzdOcr7sZ7U

https://youtu.be/Ah1Th-IdFAQ

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.