Cards Against Humanity | Mynto
Cards Against Humanity
Cards Against Humanity
Cards Against Humanity
Slide 1 of 2
  • Cards Against Humanity

1 / 2

Cards Against Humanity

6.450 kr.

Vörulýsing

Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 4 til 30 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundar: Josh Dillon, Daniel Dranove, Eli Halpern, Ben Hantoot, David Munk, David Pinsof, Max Temkin, Eliot Weinstein

Varúð: Spilið er ekki fyrir börn.

„Partíspil fyrir hræðilegt fólk.“

Spilið byrjar á að dómarinn tekur sér svarta spurningu, eða fyllið-í-eyðurnar spil efst úr bunkanum og sýnir það öðrum spilurum. Hver leikmaður er með tíu svar-spil á hendi í upphafi hverrar umferðar, leggur eitt svar-spil á hvolfi hjá dómaranum (stundum tvö) spil og lætur engann sjá á spilið. Þegar allir hafa gert það, þá velur dómarinn spil sem honum finnst fyndnast. Leikmaðurinn sem átti það spil fær spurninguna sem stig, og þá fær leikmaðurinn vinstra megin við dómarann að vera næsti dómari. Spilað er þar til ákveðið er að hætta, og sá eða sú sem er með flest stig sigrar.

Spilið er byggt á Apples to Apples, sakleysislegu og vinsælu fjölskylduspili. En húmorinn í Cards Against Humanity er allt annar. Spilið hvetur beinlínis til að gera grín að öllum óþægilegum og forboðnum umræðuefnum eins og kynþætti, trúarbrögðum, kyni, fátækt, pyntingum, alkóhólisma, eiturlyfjum, kynlífi, fóstureyðingum, misnotkun á börnum, frægu fólki, og litlu pirringunum eins og „að búast við ropa og æla á gólfið“.

Svo eru nokkrar aukareglur. Fyrst, sum spil eru með „Veldu 2“ (e. Pick 2), eða spil sem krefjast þess að hver leikmaður leggi til tvö spil af hendi. Eins er veðmálsmöguleiki fyrir hendi. Ef spurningu spilað út og leikmaður heldur hann hafi tvö möguleg vinningsspil, þá má hann veðja einu af stigunum sínum til að spila út öðru svari. Ef leikmaðurinn sem vaðjaði sigrar, þá heldur hann spilinu sem hann borgaði með — en ef hann tapar, þá fær sá sem spilaði sigurspilinu út bæði stigin.

https://youtu.be/QCEqUn7If44

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.