Azul | Mynto
prod-img
prod-img
prod-img
Slide 1 of 2
  • prod-img

1 / 2

Azul

7.280 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 4 leikmenn
Spilatími: 30-45 mín.
Höfundur: Michael Kiesling

Fjölskylduspil ársins 2018 (Spiel des Jahres)! Algjörlega verðskuldað.

Azulejos (upprunalega hvítar og bláar postúlínsflísar) komu frá Márunum til Portúgala þegar Manúel I, konungur þeirra, heimsótti Alhambra höllina á suður Spáni, og heillaðist algerlega af fegurð flísanna. Konungurinn féll algerlega fyrir skreytingunum á Alhambra og skipaði svo fyrir að höll hans í Portúgal yrði skreytt svipuðum flísum. Þar sem þú ert einmitt flísalagnarlistamaður, þá fellur það í þitt hlutverk að skreyta hina konunglegu veggi Evopra hallarinnar.

Í Azul skiptast leikmenn á að velja til sín litaðar flísar frá framleiðendum á leikborðið sitt. Seinna í umferðinni skora svo leikmenn stig fyrir hvernig flísarnar voru lagðar. Aukastig fást fyrir sérstök munstur og sett; ónýttar birgðir draga stig frá. Leikmaðurinn með flest stig í lokin sigrar.

https://youtu.be/ukn_UDfoODI

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.