Axis and Allies: D-Day | Mynto
prod-img
Slide 1 of 1
  • prod-img

Axis and Allies: D-Day

8.620 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2-3 leikmenn
Spilatími: 120 mín.
Höfundur: Larry Harris, Jr., Mike Selinker

Morgunn, 6. júní 1944. Bandamenn undirbúa risavaxna innrás á ströndum Normandí, og örlög Evrópu eru í þínum höndum! Í tilefni af því að 60 ár voru liðin frá þessum örlagaríka degi, gáfu Avalon Hill út Axis & Allies: D-Day, nýja sjálfstæða útgáfu af þessu klassíska kænskuspili. Axis & Allied: D-Day gerir ykkur kleift að endurskapa stærstu innrás frá hafi í sögu jarðar.

Axis & Allies: D-Day inniheldur nákvæma íhluti, stærra leikborð, og teikningar sem sérstaklega voru gerðar fyrir spilið. Einnig er í spilinu stokkur með þremur tegundum spila: Röðun, taktík, og gæfa, sem dýpka og bæta flækjustigi við spilið. Röðunarspilin ákvarða í hvaða röð er gert, og brjóta upp spilið í fasa; Taktíkurspilin gefa leikmönum mismunandi möguleika við skipulag hersins, og gæfuspilin bæta inn hinu óvænta.

Axis & Allies: D-Day byrjar þegar Operation Overlord, innrásin í Normandi er hafin. 130.000 hermenn frá Bretlandi, Kanada, og Bandaríkjunum eru að hefja árás á Evrópuvirkið. Þið stjórnið örlögum þeirra.

Einn leikmaður stjórnar Þýskalandi, sem hafa breytt ströndum Normandí í nær órjúfanlegt virki. Tilbúnir til að kljúfa varnirnar eru bandamenn: Bretland, Kanada, og Bandaríkin. Framtíð Evrópu og heimsins alls hangir á bláþræði.

Axis & Allies: D-Day er hannað fyrir 2-3 leikmenn og tekur um tvær klukkustundir í spilun.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2005 Årets Spill Best Strategy Game - Tilnefning
  • 2004 Origins Awards Gamers’ Choice Award - Sigurvegari

https://youtu.be/lRJt58k8IoE

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.