Ark Nova | Mynto
Ark Nova
Ark Nova
Ark Nova
Ark Nova
Slide 1 of 3
  • Ark Nova

1 / 3

Ark Nova

12.380 kr.

Vörulýsing

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 1-4 leikmenn
Spilatími: 90-150 mínútur
Hönnuður: Mathias Wigge

Í Ark Nova skipuleggur þú og hannar nútímalegan, vísindalegan dýragarð. Markmiðið er að eignast farsælasta dýragarðinn. Þú munt girða af svæði, koma dýrum fyrir, og leggjast á árarnar með verkefnum um allan heim. Sérfræðingar og einstakar byggingar munu hjálpa þér að ná þessu markmiði.

Hver leikmaður er með fimm aðgerðaspil til að stjórna spilinu með, og kraftur aðgerðarinnar er ráðinn af plássinu sem spilið er í. Spilin sem um ræðir eru:

  • SPIL: Þú færð ný dýragarðsspil (dýr, styrktaraðilar, og verndunarverkefni).
  • BYGGJA: Byggja venjulegar eða sérstakar girðingar, sjoppur, og skála.
  • DÝR: Koma dýrum fyrir í dýragarðinum
  • SAMBAND: Leggja verkefni fyrir vinnumenn sem þú ert í sambandi við.
  • STYRKTARAÐILAR: Spila út styrktaraðilaspili eða safna peningi.

255 spil með dýrum, sérfræðingum, sérstökum girðingum, og verndunarverkefnum, hvert með sérstökum eiginleikum, eru hjarta Ark Nova. Notaðu þau til að gera dýragarðinn meira aðlaðandi, til að auka vísindalegt mannorð, og safna verndunarstigum.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2022 Kennerspiel des Jahres - Meðmæli
  • 2021 Golden Geek Heavy Game of the Year - Sigurvegari
  • 2021 Golden Geek Best Solo Board Game - Tilnefning

https://youtu.be/SJS0qCq2Abs

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.