Abyss | Mynto
prod-img
prod-img
prod-img
Slide 1 of 2
  • prod-img

1 / 2

Abyss

8.670 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 4 leikmenn
Spilatími: 30-60 mín.
Höfundur: Bruno Cathala, Charles Chevallier

Valdajafnvægið í djúpinu er enn einu sinni komið úr jafnvægi, og tími kominn á að þú náir tökum á krúnunni og þeim völdum sem henni fylgja. Með kænsku getur þú unnið eða keypt atkvæði í þinginu. Laðaðu til þín áhrifamikla lávarða og misnotaðu völd þeirra til að ná tökum á mikilvægum héröðum. Að lokum þarft þú að koma þér í þannig stöðu að þú verðir sú eina sem getir stjórnað fólkinu í djúpinu.

Í Abyss ertu að þróa, blanda saman og safna til að ná yfirráðum á mikilvægum stöðum í neðansjávarborg. Til að ná þessu markmiði þurfa leikmenn að þróa þrjá hluti: Fyrst þarf að safna samherjum, svo nota þá til að laða til þín lávarða djúpsins, sem svo gefa þér aðgang að ýmsum hlutum borgarinnar. Leikmenn safna spjöldum með handagangi (e. draft), og lávarðarnir á þessum spilum gefa aukin völd til þess sem á heldur – en þegar þú hefur notað spilin til að ná yfirráðum á stað, þá eru þau völd lokuð þér, svo tímasetning skiptir öllu máli til að ná bestu stöðunni áður en spilinu lýkur.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2015 Origins Awards Best Board Game - Tilnefning
  • 2015 As d'Or - Jeu de l'Année - Tilnefning
  • 2014 Tric Trac - Tilnefning
  • 2014 Golden Geek Best Card Game - Tilnefning
  • 2014 Golden Geek Best Board Game Artwork & Presentation - Sigurvegari

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.