7 Wonders: Duel | Mynto
7 Wonders: Duel
7 Wonders: Duel
7 Wonders: Duel
7 Wonders: Duel
Slide 1 of 3
 • 7 Wonders: Duel

1 / 3

7 Wonders: Duel

5.280 kr.

Vörulýsing

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Wayne Bobette

Margverðlaunuð tveggja manna útgáfa af hinu margverðlaunaða 7 Wonders. Um margt líkjast þessi tvö spil: Bæði eru þau spiluð gegnum þrjár aldir, þar sem leikmenn byggja undur og þróa samfélög sín með framleiðslu, vísindum og hernaði.

Ólíkt með spilunum er að þetta er eingöngu fyrir tvo leikmenn, og að auki eru spilin dregin til skiptis en ekki samtímis. Hvor leikmaður byrjar með fjögur undur, og hvert undranna veitir mismunandi bónusa, en aðeins má byggja sjö undur í spilinu.

Hægt er að kaupa afurðir frá bankanum, en þær hækka í verði ef andstæðingur þinn á eintak.

Það eru þrjár leiðir til að sigra 7 Wonders: Duel: með því að hámarka hernað sinn; með því að ná sex af sjö vísindatáknum; eða með því að fá fleiri stig.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

 • 2017 Hra roku - Sigurvegari
  2016 Lys Passioné - Úrslit
 • 2016 Kennerspiel des Jahres - Meðmæli
 • 2016 International Gamers Award - General Strategy: Two-players - Sigurvegari
 • 2016 Gioco dell’Anno - Tilnefning
 • 2016 As d'Or - Jeu de l'Année Expert - Tilnefning
 • 2015 Tric Trac d'Or - Sigurvegari
 • 2015 Swiss Gamers Award - Sigurvegari
 • 2015 Meeples' Choice - Tilnefning
 • 2015 Jocul Anului în România Beginners - Úrslit
 • 2015 Golden Geek Board Game of the Year - Tilnefning
 • 2015 Golden Geek Best Strategy Board Game - Tilnefning
 • 2015 Golden Geek Best Card Game - Sigurvegari
 • 2015 Golden Geek Best 2-Player Board Game - Sigurvegari

https://youtu.be/FSErTijLyUo

Um Spilavinir

Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum og púsluspilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin var stofnuð árið 2007 og er með mikið úrval af spilum fyrir þau allra yngstu frá 1 1/2 árs og krakka á öllum aldri. Við leggjum mikla áheyrslu að eiga spil í fjölbreyttum verðflokkum sem geta hentað öllum. Við erum með mikið og gott úrval af borðspilum, partýspilum, skákvörum, spilastokkum, og púsluspilum. Við vitum að það getur verið erfitt að velja spil og leggjum okkur því fram við að aðstoða við að velja spil sem henta þér og spilahópnum þínum. Á vefversluninni getur þú líka fundið spil og lesið þér til um þau; verslað spilin og fengið sent til þín, sama hvar þú ert á landinu.