Lúsmýsnet fyrir glugga - fullkomin vörn gegn lúsmý ! | Mynto
prod-img
prod-img
prod-img

+4

prod-img
prod-img
Slide 1 of 8
 • prod-img

1 / 8

Lúsmýsnet fyrir glugga - fullkomin vörn gegn lúsmý !

2.300 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

  • Flugnanetin okkar eru úr sterku polyester plastefni og eru sérstaklega hönnuð fyrir lúsmý og því miklu fíngerðari en hefðbundin flugnanet.  
  • Lúsmýsnetin eru með um 1000 göt á fertommu sem gerir þau fullkomlega lýsmýsheld. 
  • Þau eru dökk á litinn sem gerir þau því sem næst ósýnileg þegar þau eru komin fyrir glugga. 
  • Netin eru 137 cm. breið og seljast eftir metratali að lengd. Einn lengdarmetri af netinu er þá 137x100 cm. eða 1,37 fm.  Ef keyptir eru fleiri en einn lengdarmetri er efnið afhent í samfelldum renningi en ekki klippt. 

   

  • Til að búa til varanlega vörn þá mælum við með því að strengja þau á sérsmíðaðann ramma sem fellur þétt inn í þá opnanlegu glugga sem þarf að verja, eins og sýnt er á meðfylgjandi myndum.
  • Hér er um tiltölulega einfalda smíði að ræða sem flestir ættu að ráða við. Hér þarf einungis málband, trélista (t.d. 2,0 x 2,0 cm. sem fást í Byko eða Húsasmiðjunni) litla málmvinkla til að styrkja hornin á rammanum og heftibyssu.
  • Síðan er hægt að sauma (eða líma) góðan rennilás á netið þannig að hægt sé að opna og loka glugganum. Þegar búið er að sauma (eða límið er þornað) er rennilásinn opnaður og skorið á milli til að búa til opnun. 
  • Römmunum er síðan tillt inn í gluggann og haldið föstum t.d. með örsmáum nöglum. 
  • Á veturna er síðan hægt að fjarlægja rammana og koma þeim í geymslu þar til fer að vora og lúsmýið fer aftur á kreik.....
  • Einnig er hægt að festa netið á gluggakarm með riflás (frönskum rennilás).  

  Athugið að festingar, rennilásar eða riflásar fylgja ekki vörunni en hægt að kaupa sér. 

   

   Afhendingarmátar

   Senda á pósthús 937 kr. Heimsending 1.297 kr.

   Um Póstverslun.is

   Póstverslun með ýmsar vörur fyrir heimilið og útivistina.