Vörulýsing
Stuttermasamfella úr 100% hágæða mjúkri lífrænni bómull. Smella á hliðinni sem auðveldar að klæða barnið úr og í. Sniðið er sérstaklega hannað til að gera gott rými fyrir bleyjuna. Smellur í klofi eru tvískiptar sem gerir það að verkum að hægt er að nota samfelluna lengur með því að smella neðri smellunum þegar barnið er orðið lengra. Kimono snið á ermum.
Vönduð framleiðsla frá Lettlandi
Efni: 100% lífræn bómull (GOTS vottun á öllum stigum framleiðslu)
Smellur eru nikkel fríar
Þvottur: 40°
Um Minimo
Minimo er verslun með barnavörur sem uppfylla kröfur nútímaforeldra. Við bjóðum upp á barnafatnað fyrir börn á aldrinum 0-10 ára í stærðum 50-140, ásamt barnavörum og hlutum í barnaherbergið frá spennandi vörumerkjum. Við leggjum áherslu á stílhreina hönnun og vandaðar vörur úr lífrænum eða náttúrulegum efnum.