VEIO ES5 RS | Mynto
VEIO ES5 RS
VEIO ES5 RS
VEIO ES5 RS
VEIO ES5 RS
Slide 1 of 3
  • VEIO ES5 RS

1 / 3

VEIO ES5 RS

Veio

69.990 kr.

79.990 kr.

Vörulýsing

Ferðastu umhverfisvænt

VEIO er byltingarkennt nýtt rafmagns hlaupahjól en það er ekki bara stílhreint og ótrúlega kraftmikið heldur býr hún yfir mörgum eiginleikum sem fáar rafskútur búa yfir í dag.

Bráðsniðugt og stílhreint rafmagnshlaupahjól frá VEIO en hjólið er sambrjótanlegt og kemur á fylltum dekkjum.

VEIO ES5 RS er með kraftmikinn 350W mótor sem fer auðveldlega upp 15° halla! Hjólið er auðveldlega sambrjótanlegt og vegur ekki nema 13kg og því auðvelt að halda á því upp stigann á leið á skrifstofuna.

VEIO hjólin koma með 6.4Ah Panasonic lithium-ion rafhlöðu sem er auðvelt að fjarlægja og skipta út ef þess þarf. Það er mjög auðvelt að fjarlægja rafhlöðuna og henda annari í ef þú verður rafmagnslaus á leiðinni á áfangastað!

VEIO hlaupahjólin koma, beint úr kassanum, á 10" fylltum dekkjum. Þetta stuðlar að betri upplifun notandans þar sem það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að dekkin springi, einnig eru stærri dekkin að skila auknum þægindum.

EBS bremsukerfi gerir bremsurnar mjúkar og þægilegar í notkun. Diskabremsan er staðsett að aftan sem á einnig að hjálpa til við þægindi. Það sem gerir VEIO bremsukerfið öðruvísi en á öðrum rafskútum er það að það er líka hægt að bremsa með því að þrýsta niður afturbretti hjólsins en það virkar líka sem einskonar bremsa. Hinsvegar er mælt með að nota handbremsuna þegar völ er á.

Afhendingarmátar

Frí heimsending á pöntunum yfir 15.000 kr. Senda í póstbox 490 kr. Senda á pósthús 790 kr. Heimsending 990 kr. Sækja í verslun í Síðumúla 23, 0 kr.

Um Mi Iceland

Mi Iceland er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili snjalltækjaframleiðandans Xiaomi, einnig þekkt sem einfaldlega Mi. Þó Xiaomi sé tiltölulega nýtt fyrirtæki þá hefur það skipað sér sterkan sess í tækniheiminum með áreiðanlegum tækjum á góðu verði. Frá árinu 2014 hefur Xiaomi verið einn af fimm stærstu farsímaframleiðendur í heiminum og sá stærsti í Asíu. Vöruúrval Xiaomi er fjölbreytt, allt frá talstöðvum yfir í snjallsíma, lítil heyrnartól yfir í stórt heimabíó, spjaldtölvur yfir í flatskjái og allt þar á milli. Xiaomi er einnig leiðandi í hugbúnaðargerð og þróar meðal annars fjölda smáforrita fyrir síma. Markmið Xiaomi er einfalt: Bjóða meiri gæði á lægra verði.