Sápupoki | Mynto
prod-img
prod-img
prod-img
Slide 1 of 2
  • prod-img

1 / 2

Sápupoki

B A S T

795 kr.

UPPSELD

Vörulýsing

Laust ofinn sápupoki úr agave trefjum sem er passlega mjúkur fyrir húðina og hentar vel fyrir daglega notkun. Agave plantan sem er upprunnin í Suður Ameríku er ræktuð til notkunar í fjölmörgum vörum má þar t.d. nefna reipi, mottur, teppi og jafnvel tekíla.

Sápupokinn hjálpar til við að lengja líftíma sápunnar og nýta hana upp til agna. Það gerir þú með því að setja alla sápuafganga í pokann og láta pokann með innihaldinu þorna vel á milli þess sem hann er notaður.

Notaðu pokann undir náttúrulegar sápur: Náttúrulegar, handgerðar sápur innihalda mikið magn af glýseríni (ólíkt hefðbundnum sápum frá stóru merkjunum), sem gerir þær rakagefandi. Glýserín getur dregið vatn úr umhverfi og því er mjög nauðsynlegt að halda sápunni þurrum milli notkunar.

Notkun:
Settu sápu eða sápuafganga í pokann, bleyttu og skrúbbaður kroppinn. Eftir notkun er gott að skola pokann lauslega og hengja til þerris, helst þar sem hann nær að þorna á milli notkunnar.

Athugið: Þar sem agave er náttúrulegt efni, þarf það að fá að þorna á milli þess sem það er notað til að lengja líftíma þess. Æskilegt gæti verið að skipta um poka á 2-4 mánaða fresti eða þrífa hann með því að tæma pokann og setja í þvottavél eða í efstu grind í uppþvottavél. Eins má dýfa honum í edik eða sjóðandi vatn. Tréperlan sem heldur bandinu á sínum stað kemur til með að láta á sjá eftir mikla viðveru í vatni/sturtu. Það er afar eðlilegt og kemur ekki til með að hafa áhrif á notkun vörunnar.

Afhendingarmátar

Frí heimsending yfir 10.000 kr. Heimsending 950 kr. Sækja í póstbox í kringlunni 500 kr. Sækja í verslun í Kringlunni 0 kr.

Um BAST

Lífsstílsverslun með heimilisvörur frá heimsþekktum framleiðendum ásamt fallegri íslenskri hönnun.