Um Birta CBD
Hafa Samband
Afhendingarmátar
Skilmálar
Saga Birtu CBD hefst í jólaboði á Akureyri þegar frændurnir Dr. Ingólfur Bragi Gunnarsson og Eiki Helgason eru nýbúnir að kyngja síðustu bitunum af steikinni og eru að bíða eftir ísnum. Í spjalli yfir rjúkandi kaffibolla kemur í ljós sameiginlegur áhugi þeirra á töfraefninu CBD. Í veislunni var einnig stödd Silja Magnúsdóttir, eiginkona Eiríks og verandi sálfræðimenntuð vakti umræðan um einhverskonar galdraefni sem hefur jákvæð áhrif á geðheilsu fólks áhuga hennar. Þarna var fræinu sáð. Doktorinn hafði skoðað vísindalegu hlið efnisins og þau jákvæðu áhrif sem CBD virðist hafa á andlega heilsu fólks á meðan Eiki, verandi snjóbretta- og jaðarsportmaður, hafði heillast af áhrifum efnisins á bólgumyndun og þau líkamlegu eymsli sem sportinu fylgja. Stuttu síðar fóru frændurnir ásamt Silju að kasta á milli sín hugmyndum og velta fyrir sér einhverjum fleiri aðilum til að hjálpa við að koma verkefninu á koppinn - fyrsta nafnið upp á töflu var Emmsjé Gauti. Gauti og Eiki höfðu kynnst við skipulagningu snjóbrettahátíðarinnar AK Extreme og frændurnir voru sammála um að Gauti væri kjörinn í að markaðssetja verkefnið. Það stóð ekki á svörum hjá Gauta þegar hann fékk boð frá Birtu-hópnum en hann hefur sjálfur lengi notað CBD til að berjast við kvíðadjöfulinn. Freyr Árnason hefur lengi verið einn helsti samstarfsmaður Gauta. Saman hafa þeir unnið ótalmörg verkefni tengd auglýsingaefni og tónleikahaldi – hann var því sjálfvalinn sem næsti maður í teymið. Freyr var nýkominn frá Gautavík á Austfjörðum þegar hann fékk kallið en þar kynntist hann tilraunum með ræktun iðnaðarhamps og heillaðist af plöntunni. Birta CBD var sprottin úr moldu.
Kt.470820-1440
Vöruflokkar
Fela uppselt
Sýna einungis afsláttarvörur
Verðbil:
-
Raða eftir:
Raða eftir:
Sía

... engar leitarniðurstöður fundust