Algengar spurningar | Mynto

Algengar spurningar

Hvað er Mynto?

Mynto er vefverslunarmiðstöð sem tengir fólk og verslanir. Á Mynto getur þú skoðað og keypt vörur frá öllum uppáhalds vefverslunum þínum. Vörur á Mynto eru aldrei dýrari en á vefversluninni.

Eru gögnin mín örugg?

Algjörlega. Við söfnum gögnum til að gera upplifun notenda ánægjulegri. Gögnin gera Mynto kleift að aðlaga vöruúrval að þínum þörfum og fyrirtækjum að senda þér sérsniðin tilboð. Við fylgjum GDPR og framseljum ekki gögnin þín. Örugg þjónusta KORTA heldur utan um kortaupplýsingar og greiðslur fyrir Mynto.

Hver selur vörurnar?

Þegar notandi kaupir vörur hjá verslun á Mynto fer salan í gegn hjá þeirri tilteknu verslun. Verslunin tekur þá við ferlinu og afgreiðir pöntunina.

Hvernig er verðlagt?

Mynto stjórnar ekki verðlagningu vara. Verð og afslættir inni á Mynto eru þau sömu og eru inni á vefverslunum. Vörur eru aldrei dýrari á Mynto en vefversluninni sjálfri.

Hver afhendir vörurnar?

Verslanir bera sjálfar ábyrgð á afgreiðslu og afhendingu pantana.

Hvað er afhengdingartíminn langur?

Afhendingartími getur verið mislangur eftir verslunum og hver afhendingarstaður pöntunar er.

Hverjir eru afhendingarmátarnir?

Verslanir ákveða afhendingarmáta fyrir sínar pantanir og geta því afhendingar og kostnaður þeirra verið mismunandi eftir verslun.

Hvern hef ég samband við varðandi skil?

Ef notendur vilja skila vöru er best að hafa samband við verslunina sem pantað var hjá.

Hvernig skila ég vöru?

Það er best að skoða skilaskilmála verslana eða hafa samband beint við þær.

Hvað gerist ef ég fæ ekki vörurnar sem ég keypti?

Ef vörurnar sem þú pantaðir koma ekki innan 6 virkra daga hvetjum við þig til að hafa samband við viðeigandi vefverslun eða senda okkur póst á hallo@mynto.is. Við förum strax í málið og sjáum til þess að þú fáir vörurnar endurgreiddar. Það er betra að hafa samband sem fyrst eftir að kaup hafa átt sér stað, svo hægt sé að útkljá málið undir eins. Það er gott að hafa í huga að það er 14 daga skilafrestur á öllum vörum sem keyptar eru á netinu.

Þarf ég að vera innskráð/ur til að gera pöntun?

Nei, það eina sem þú þarft er netfang. Við mælum með að þú stofnir aðgang til þess að halda utan um kvittanir, bæta við vörum á óskalista og vista heimilisfang en þú getur þó gert kaup sem gestur og stofnað aðgang þegar að það hentar þér.

Get ég hætt við pöntun eða gert breytingu á henni?

Til þess að hætta við eða breyta pöntun verður þú að hafa samband við verslunina sem pöntunin var gerð hjá. Ekki er hægt að breyta eða hætta við pöntun inni á Mynto.

Skilmálar?

mynto.is/skilmalar